Úkraína Birgir segir vörurnar hafa samtals vegið um áttatíu kíló.
Úkraína Birgir segir vörurnar hafa samtals vegið um áttatíu kíló.
Nýverið fór þingmaðurinn Birgir Þórarinsson í aðra ferð sína til Lviv í Úkraínu. Að þessu sinni fór hann með læknavörur frá Íslandi á hersjúkrahúsið í borginni. Ferðina fór hann á eigin vegum. Birgir segir fyrirtækin Össur og Medor hafa gefið vörurnar.

Nýverið fór þingmaðurinn Birgir Þórarinsson í aðra ferð sína til Lviv í Úkraínu. Að þessu sinni fór hann með læknavörur frá Íslandi á hersjúkrahúsið í borginni. Ferðina fór hann á eigin vegum.

Birgir segir fyrirtækin Össur og Medor hafa gefið vörurnar.

„Össur gaf ýmsar stuðningsvörur, m.a. til að auka hreyfanleika þeirra sem hafa misst útlimi. Medor gaf ýmsar sárasogsvörur, dælur og sáraumbúðir auk mælitækja sem taka hjartalínurit, hjartslátt, súrefnisupptöku og blóðþrýsting.“

Þá segir hann starfsmenn hersjúkrahússins hafa verið mjög þakkláta íslensku fyrirtækjunum.

„Mikil ánægja var á hersjúkrahúsinu með sendinguna og þakklæti til íslensku fyrirtækjanna. Sjúkrahúsið er gamalt og fremur illa búið. Þar eru 35 rúm og voru þau öll upptekin þegar vörurnar voru afhentar.“