Fundur Sigmundur Davíð og oddvitar Miðflokksins ræddu skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.
Fundur Sigmundur Davíð og oddvitar Miðflokksins ræddu skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist sannfærður um að Miðflokkurinn sé eini flokkurinn sem geti haft raunveruleg áhrif í Reykjavík og sá eini sem treysti sér til að koma með inngrip til að stoppa kerfismál líkt og borgarlínuna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist sannfærður um að Miðflokkurinn sé eini flokkurinn sem geti haft raunveruleg áhrif í Reykjavík og sá eini sem treysti sér til að koma með inngrip til að stoppa kerfismál líkt og borgarlínuna. Samgöngumál voru rædd á opnum fundi með Sigmundi í gær.

Þá segir Sigmundur borgarstjórann í Reykjavík mega eiga það að hann viti hvernig hægt sé að gera mál að kerfismálum. „Núna er til dæmis þessi borgarlína orðin að algjöru kerfismáli, búið að ráða verkfræðistofu, búið að búa til stofnanir og fá fólk til vinnu sem hefur hag af því að verkefnið haldi áfram,“ segir Sigmundur og bætir við að kerfið virki þannig að þegar eitthvað er komið af stað þá sé reynslan sú að erfitt sé að stoppa það.

„Þegar það er búið að verja vinnu í að undirbúa þetta og ráða fólk í vinnu við það þá heldur það yfirleitt bara áfram. Þannig að það þarf eitthvert inngrip. Það þarf eitthvað til að stoppa það af. Maður sér þetta núna á mjög mörgum sviðum í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu að kerfið er farið af stað og ég held að við séum ekki með mjög marga stjórnmálamenn sem treysta sér til að koma með það inngrip sem þarf – nema auðvitað í Miðflokknum.“