Athöfn Tímur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, stjórnaði minningarathöfninni, sem fór friðsamlega fram.
Athöfn Tímur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, stjórnaði minningarathöfninni, sem fór friðsamlega fram. — Morgunblaðið/Eggert
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan stóð fyrir minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Þar komu safnaðarmeðlimir saman til að biðja og minnast þeirra sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Rússar kalla daginn, 9.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan stóð fyrir minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Þar komu safnaðarmeðlimir saman til að biðja og minnast þeirra sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Rússar kalla daginn, 9. maí, „sigurdaginn“ en einn skipuleggjenda athafnarinnar, Anna Valdimarsdóttir, segir hann meðal þeirra heilögustu í rússneskri sögu. „Á þessum degi lauk seinni heimsstyrjöldinni sem var fyrir okkar þjóð endirinn á ættjarðarstríðinu mikla. Þegar ég segi okkar þjóð þá meina ég alla þá sem eru frá fyrrverandi Sovétríkjunum,“ segir Anna.

„Seinni heimsstyrjöldin snerti þjóðina alla og við lítum öll á endalok hennar sem sameiginlegan sigur okkar gagnvart nasisma,“ bætir hún við.

Vanalega mæta um hundrað manns í Fossvogskirkjugarðinn til að halda upp á sigurdaginn en heldur fámennara var á minningarathöfninni í ár. Þrátt fyrir það var lögreglan með talsverðan viðbúnað á svæðinu. „Ég er eiginlega hissa að sjá hve fáir mættu til að mótmæla en það þýðir að fólk hefur lesið sér til,“ sagði Anna við mbl.is.