— Morgunblaðið/Eggert
Hátt í 30 manns, flestir frá Úkraínu, tóku þátt í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í gær, á sigurdeginum svonefnda.

Hátt í 30 manns, flestir frá Úkraínu, tóku þátt í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í gær, á sigurdeginum svonefnda. Tilgangur mótmælanna var að vekja athygli á kynferðisglæpum og ofbeldi sem rússneskir hermenn í Úkraínu hafa beitt almenna borgara í stríðinu þar í landi. Rússar voru einnig við mótmælin og börn með foreldrum sínum. Fyrr um morguninn var rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi með minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði þar sem fórnarlamba úr seinni heimsstyrjöldinni var minnst. 6 & 13