Guðjón Hreinn Hauksson
Guðjón Hreinn Hauksson
Guðjón Hreinn Hauksson var í gær kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku fyrir FF síðan 2019. Hann hlaut 732 atkvæði eða 70,4% en Kjartan Þór Ragnarsson hlaut 264 atkvæði eða 25,4%.

Guðjón Hreinn Hauksson var í gær kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku fyrir FF síðan 2019. Hann hlaut 732 atkvæði eða 70,4% en Kjartan Þór Ragnarsson hlaut 264 atkvæði eða 25,4%. Ríflega 59% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði.

Um helgina var Mjöll Matthíasdóttir kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Hún bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur. Hlaut Mjöll 41,53% atkvæða, Þorgerður Laufey 29,64% atkvæða og Pétur Georgsson tæp 23,8%.