[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meirihlutaflokkunum fjórum í borgarstjórn er mikið í mun að láta líta út fyrir að nóg sé af lóðum til bygginga og að eitthvað allt annað en kreddur þeirra í skipulagsmálum hafi valdið því að allt of lítið hefur verið byggt og að húsnæðisverð, þar með talið leiguverð, hefur rokið upp úr öllu hófi. Þannig kynntu borgaryfirvöld í liðinni viku að skrifað hefði verið undir „lóðavilyrði“ fyrir um 2.000 íbúðir fyrir „óhagnaðardrifin“ íbúðafélög. Borgarstjóri gat af því tilefni komist í enn eina undirritunarmyndatökuna, en slíkar myndatökur hjálpa því miður ekkert þeim sem tekst ekki að finna húsnæði vegna fordóma borgaryfirvalda í garð bygginga á nýjum svæðum.

Meirihlutaflokkunum fjórum í borgarstjórn er mikið í mun að láta líta út fyrir að nóg sé af lóðum til bygginga og að eitthvað allt annað en kreddur þeirra í skipulagsmálum hafi valdið því að allt of lítið hefur verið byggt og að húsnæðisverð, þar með talið leiguverð, hefur rokið upp úr öllu hófi. Þannig kynntu borgaryfirvöld í liðinni viku að skrifað hefði verið undir „lóðavilyrði“ fyrir um 2.000 íbúðir fyrir „óhagnaðardrifin“ íbúðafélög. Borgarstjóri gat af því tilefni komist í enn eina undirritunarmyndatökuna, en slíkar myndatökur hjálpa því miður ekkert þeim sem tekst ekki að finna húsnæði vegna fordóma borgaryfirvalda í garð bygginga á nýjum svæðum.

Meðal þeirra svæða sem borgarstjóri veitir nú „lóðavilyrði“ fyrir er Skerjafjörðurinn, sem borgin getur ekki byggt upp eins og innviðaráðherra hefur bent á, og stokkurinn sem borgarstjóri ætlar að setja undir Miklubraut, sami stokkur og hann lofaði hátíðlega fyrir síðustu kosningar!

Verkalýðsarmur Sósíalistaflokksins, Efling, áttar sig á vandanum en telur að hann verði leystur með því að hækka húsaleigubætur umtalsvert. Við núverandi aðstæður á húsnæðismarkaði er þó líklegt að þær bætur yrðu aðallega til að auka enn þrýstinginn á húsnæðisverðið.

Það sem þarf er að brjóta nýtt land undir byggingar og það þarf að gera strax. Mosfellsbær kynnti metnaðarfullar hugmyndir í því sambandi á dögunum. Reykjavíkurborg gæti gert það einnig ef vilji væri til staðar að leysa vandann.