Í Gallerí Fold við Rauðarárstíg hefur verið opnuð sölusýning á verkum eftir Erró. Samanstendur hún af olíumálverkum og einstökum djúpþrykkjum, „aquagravure“.
Í Gallerí Fold við Rauðarárstíg hefur verið opnuð sölusýning á verkum eftir Erró. Samanstendur hún af olíumálverkum og einstökum djúpþrykkjum, „aquagravure“. Um er að ræða eina tegund grafíkur, þar sem listamaðurinn vinnur myndverk í grafíkplötu með því að rista, móta eða æta yfirborðið. Verkin eru síðan þrykkt beint ofan í blautan pappamassa og eru pappírinn og myndverkið skapað í einni og sömu pressunni. Í lokin handlitar listamaðurinn hluta verkanna. Sýningin er í samstarfi við franska galleríið L‘Estampe.