Nýliði Jarrod Bowen, leikmaður West Ham, er nýliði í enska hópnum.
Nýliði Jarrod Bowen, leikmaður West Ham, er nýliði í enska hópnum. — AFP/Christof Stache
Jarrod Bowen, sóknarmaður West Ham United, og James Justin, bakvörður Leicester City, eru í 27 manna landsliðshópi enska landsliðsins í fótbolta fyrir leiki gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu í Þjóðadeild UEFA.

Jarrod Bowen, sóknarmaður West Ham United, og James Justin, bakvörður Leicester City, eru í 27 manna landsliðshópi enska landsliðsins í fótbolta fyrir leiki gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu í Þjóðadeild UEFA. Eru þeir í landsliðshópnum í fyrsta skipti.

Bowen átti afar gott tímabil með West Ham og skoraði 12 mörk og lagði upp önnur 12 í 36 deildarleikjum. Justin lék aðeins 13 leiki með Leicester á leiktíðinni og glímdi mikið við meiðsli. Nánar á mbl.is/sport/enski.