Meistarar Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson.
Meistarar Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson. — Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Kielce tryggði sér í gærkvöldi pólska meistaratitilinn í handbolta ellefta árið í röð með 25:23-sigri á Wisla Plock á útivelli í vítakeppni í lokaumferð pólsku úrvalsdeildarinnar.

Kielce tryggði sér í gærkvöldi pólska meistaratitilinn í handbolta ellefta árið í röð með 25:23-sigri á Wisla Plock á útivelli í vítakeppni í lokaumferð pólsku úrvalsdeildarinnar. Var Kielce með þriggja stiga forskot á Wisla Plock á toppnum fyrir umferðina.

Wisla Plock var með forystuna stærstan hluta leiks en Kielce tókst að jafna með glæsilegum endaspretti og að lokum tryggja sér sigurinn. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson léku ekki með Kielce í gær vegna meiðsla.