Rampar Hvergerðingurinn Kristján Birgisson vígði rampinn við veitingahúsið Matkrána í Hveragerði, að viðstöddum aðstandendum verkefnisins.
Rampar Hvergerðingurinn Kristján Birgisson vígði rampinn við veitingahúsið Matkrána í Hveragerði, að viðstöddum aðstandendum verkefnisins.
Fyrsti rampurinn í átakinu „Römpum upp Ísland“ var vígður við hátíðlega athöfn við Matkrána í Hveragerði í fyrradag. Er þetta fyrsti rampurinn af 1.000 sem stefnt er að því að koma upp víðs vegar um land á næstu fjórum árum.

Fyrsti rampurinn í átakinu „Römpum upp Ísland“ var vígður við hátíðlega athöfn við Matkrána í Hveragerði í fyrradag. Er þetta fyrsti rampurinn af 1.000 sem stefnt er að því að koma upp víðs vegar um land á næstu fjórum árum.

Ramparnir eru ætlaðir til að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að verslun og þjónustu en stofnaður var sjóður með aðkomu fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu.

Í fyrra voru settir upp 100 rampar í miðborg Reykjavíkur í gegnum verkefnið „Römpum upp Reykjavík“. Gekk verkefnið vonum framar en smíði á römpunum lauk þremur mánuðum á undan áætlun og undir kostnaðaráætlun, segir í tilkynningu.

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.