Samræður Ferðamenn kannast við að vera spurðir að því hvaðan þeir séu.
Samræður Ferðamenn kannast við að vera spurðir að því hvaðan þeir séu. — Ljósmynd/Colourbox/Phovoir
Fyrir stuttu heyrði ég á Rás 1 á RÚV, útvarpi allra starfsmanna, sérstakt viðtal meðstjórnanda þáttarins, sem auðvitað er á línu fullkomna fólksins í +101 Reykjavík. Hún hafði fengið í þáttinn tvær konur.

Fyrir stuttu heyrði ég á Rás 1 á RÚV, útvarpi allra starfsmanna, sérstakt viðtal meðstjórnanda þáttarins, sem auðvitað er á línu fullkomna fólksins í +101 Reykjavík. Hún hafði fengið í þáttinn tvær konur. Önnur var tíður gestur í ríkisútvarpi vinstri manna þegar hún var borgarfulltrúi fyrir einhvern vinstri flokkinn. Nú var hún kynnt sem sérfræðingur í fjölbreytileika en hin konan var fjölbreytt. Báðar kvörtuðu þær undan því, að útlendingar eða fólk sem vill setjast hér að, sé ítrekað spurt að því, hvaðan það komi. Var þessi forvitni heimamanna kölluð öráreitni og fordæmd mjög af þeim stöllum. Slík forvitni er að mínu mati mjög eðlileg og merki um það, að heimamenn séu að reyna að koma af stað áhugaverðum samræðum við hinn aðkomna og sýna með því vinarhug. Á ferðum mínum hef ég ítrekað verið spurður þessarar spurningar. Alltaf hefur það leitt til áhugaverðra samræðna og mannlegra samskipta. Vonandi er hér bara um að ræða alvarlegan misskilning en ekki fordóma í garð heimamanna.

Guðjón Smári Agnarsson.