Angela Lansbury
Angela Lansbury
Angela Lansbury hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt þegar Tony-verðlaunin verða afhent 12. júní. Frá þessu greinir The New York Times . Lansbury þreytti frumraun sína á Broadway 1957.
Angela Lansbury hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt þegar Tony-verðlaunin verða afhent 12. júní. Frá þessu greinir The New York Times . Lansbury þreytti frumraun sína á Broadway 1957. Sjö árum síðar fór hún þar með hlutverk í söngleiknum Anyone Can Whistle eftir Stephen Sondheim, en hún átti eftir að leika í fleiri verkum hans, m.a. fara með hlutverk Momma Rose í Gypsy og Mrs. Lovett í Sweeney Todd . Lansbury hefur á löngum og farsælum ferli unnið til fimm Tony-verðlauna og verið tilnefnd til Óskarsverðlauna þrisvar. Þekktust er hún sennilega fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Murder, She Wrote .