Kristján Hall
Kristján Hall
Eftir Kristján Hall: "Ef helmingur sements er tekinn úr steypu, og mulin eldfjallaaska sett í staðinn, eykst ekki aðeins styrkur byggingarinnar, veðurþolið margfaldast."

Einn mesti mengunarvaldur í heiminum í dag er framleiðsla sements, veldur þar meðal annars hið háa hitastig við framleiðsluna (1.400°C).

Viðurkenndar rannsóknir hafa sýnt, að ef helmingur sements er tekinn úr steypu, og mulin eldfjallaaska sett í staðinn, eykst ekki aðeins styrkur byggingarinnar, veðurþolið margfaldast (við Íslendingar köllum það alkalí, gegn betri vitund) og kostnaður við framkvæmdir minnkar.

Eldfjallaaska er niðurgreidd auðlind hér á landi, því tvær milljónir tonna, sem áætlað er að flytja árlega á vegum landsins til útflutnings, eyðileggja vegakerfið mun meira en álögðum þungaskatti flutningatrukkanna nemur.

Ef einhver hér á landi skyldi hafa áhuga á hinum svokallaða mengunarkvóta mætti reikna út hvað tvær eða fleiri milljónir tonna af eldfjallaösku, sem spara jafngildi í orkusparnaði við sementsframleiðslu, mundu hafa á hann.

Í Bandaríkjunum eru stórfyrirtæki í iðnaði, sem byggja hráefnisöflun sína á eldfjallaösku, en á Íslandi er hún niðurgreidd til útlendinga í hráefnaútflutningi.

Hvers vegna er ekki að minnsta kosti lagður auðlindaskattur á þessa auðlind allra landsmanna?

Höfundur er eftirlaunaþegi.