[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Ragnar Már Garðarsson er efstur Íslendinganna þriggja eftir fyrsta hring á Moss & Rygge Open-mótinu í golfi. Leikið er í Dilling í Noregi og er mótið hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Ragnar er á einu höggi undir pari og í 19.

* Ragnar Már Garðarsson er efstur Íslendinganna þriggja eftir fyrsta hring á Moss & Rygge Open-mótinu í golfi. Leikið er í Dilling í Noregi og er mótið hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Ragnar er á einu höggi undir pari og í 19. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Hann fékk tvo fugla og einn skolla á holunum 18. Gísli Sveinbergsson er næstur Íslendinganna á tveimur höggum yfir pari og í 63. sæti. Hann fékk tvo fugla og fjóra skolla. Andri Þór Björnsson er í 87. sæti á fjórum höggum yfir pari. Hann fékk fimm skolla og einn fugl.

* Kurt Zouma , varnarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, játaði sök í tveimur ákæruliðum vegna dýraníðs fyrir rétti í Lundúnum í gær. Zouma var ákærður í þremur liðum fyrir brot gegn velferð dýra eftir að myndband af honum fór í dreifingu á veraldarvefnum þar sem hann sést sparka í og slá kött sinn auk þess að kasta skóm í átt að gæludýrinu.

*Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur sett sig í samband við sóknartengiliðinn Jesse Lingard með það fyrir augum að semja við hann, en samningur hans við uppeldisfélagið Manchester United rennur út í sumar. Hamrarnir hafa í síðustu tveimur félagaskiptagluggum reynt að festa kaup á Lingard í kjölfar frábærs gengis hans sem lánsmanns hjá liðinu síðari hluta tímabilsins 2020/2021, þar sem hann skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum. David Moyes , knattspyrnustjóri West Ham, vonast til þess að þau tengsl sem Lingard hafi myndað við félagið eftir lánsdvölina á síðasta ári muni hjálpa til við að fá leikmanninn.

*

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur samið við Stefán Árnason . Verður hann þjálfaranum Gunnari Magnússyni til halds og trausts við þjálfun meistaraflokks karla, ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

*

Jürgen Klopp , knattspyrnustjóri Liverpool, var í gærkvöldi kjörinn stjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra á Englandi. Undir stjórn Klopp endaði Liverpool í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir magnaða baráttu við Manchester City. Þá hefur liðið þegar fagnað sigri í enska bikarnum og enska deildabikarnum. Liverpool getur tryggt sér glæsilega þrennu ef liðið vinnur Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardaginn kemur.

*Knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé , franska stórstjarnan í liði Parísar Saint-Germain, hefur greint frá því að það var ekki einungis Real Madríd sem var á höttunum eftir honum áður en hann skrifaði undir nýjan samning við PSG, þar sem hann hafi einnig rætt við Liverpool. Útlit var fyrir að Mbappé myndi fara til Madrídinga á frjálsri sölu þegar samningur hans við PSG átti að renna út í sumar en á dögunum var tilkynnt að hann yrði áfram í París til næstu þriggja ára.