Einleikur Björk Guðmundsdóttir leikur.
Einleikur Björk Guðmundsdóttir leikur. — Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumsýnir einleikinn Stelpur og stráka eftir breska leikskáldið Dennis Kelly í Gaflaraleikhúsinu annað kvöld kl. 20.

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumsýnir einleikinn Stelpur og stráka eftir breska leikskáldið Dennis Kelly í Gaflaraleikhúsinu annað kvöld kl. 20. Leikstjóri er Annalísa Hermannsdóttir, íslenska þýðingu gerði Matthías Tryggvi Haraldsson og Björk Guðmundsdóttir leikur. Magnús Thorlacius hannar lýsingu og Andrés Þór Þorvarðarson hljóðmynd.

Einleikurinn, sem á frummálinu heitir Girls and boys , var fyrst settur upp í Royal Court Theatre í London 2018 við góðar viðtökur. Í verkinu segir frá því hvernig „óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.“ Verkið tekur um tvo klukkutíma í flutningi.