Við píanóið Valgerður Jónsdóttir.
Við píanóið Valgerður Jónsdóttir. — Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson
Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkona og bæjarlistamaður Akraness 2021-2022, stendur fyrir opinni tónlistardagskrá í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun, fimmtudag, milli kl. 13.00 og 15.30. Þar koma auk hennar m.a.
Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkona og bæjarlistamaður Akraness 2021-2022, stendur fyrir opinni tónlistardagskrá í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun, fimmtudag, milli kl. 13.00 og 15.30. Þar koma auk hennar m.a. fram Skólakór Grundaskóla og Karlakórinn Svanir. Samkvæmt upplýsingum frá Valgerði hefur hún nýtt starfsár sitt sem bæjarlistamaður til útgáfustarfsemi. Í desember 2021 kom út nótnabókin Tónar á ferð – söngbók með tónlist eftir Valgerði í útsetningum hennar fyrir barna- og ungmennakóra og í febrúar gaf hún ásamt fjölskyldu sinni út geisladisk með íslenskum þjóðlögum. Nýlega birti Valgerður síðan fjögur lög sín á YouTube, þ.e. „Áraskiptin“, „Sumardraumur“, „Vinnubæn græðara“ og „Vetrarljós“. Aðgangur er ókeypis á dagskránni á morgun en tekið er við frjálsum framlögum og rennur allur ágóði til Ljóssins.