Köln Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans mæta Vezprém í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Köln um miðjan næsta mánuð.
Köln Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans mæta Vezprém í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Köln um miðjan næsta mánuð. — Ljósmynd/Einar Ragnar
Pólska Íslendingaliðið Kielce mætir ungverska stórliðinu Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta en dregið var í undanúrslitin í gær. Landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kielce.

Pólska Íslendingaliðið Kielce mætir ungverska stórliðinu Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta en dregið var í undanúrslitin í gær.

Landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kielce. Ríkjandi meistarar í Barcelona og Kiel mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Undanúrslitin fara fram 18. júní og úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsið degi síðar.

Haukur mun að öllum líkindum taka þátt í úrslitahelginni í fyrsta skipti en Sigvaldi hefur ekkert spilað síðan á EM í upphafi árs vegna meiðsla.

Kielce hefur einu sinni áður orðið Evrópumeistari er liðið vann Veszprém í vítakastkeppni árið 2016. Barcelona er sigursælasta liðið í keppninni með tíu sigra. Kiel hefur unnið fjórum sinnum en Veszprém aldrei, þrátt fyrir að hafa leikið til úrslita fjórum sinnum.