ÍR Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, ásamt Ragnari Erni Bragasyni.
ÍR Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, ásamt Ragnari Erni Bragasyni. — Ljósmynd/ÍR
Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir eins árs samning við ÍR og mun því leika með uppeldisfélagi sínu í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir eins árs samning við ÍR og mun því leika með uppeldisfélagi sínu í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Ragnar Örn, sem er 27 ára gamall bakvörður, kemur til ÍR frá Þór úr Þorlákshöfn, þar sem hann varð Íslandsmeistari á síðasta ári. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með ÍR en gekk svo til liðs við Þór sumarið 2015. Hann skipti yfir til Keflavíkur tímabilið 2017/2018 en fór aftur til Þórs að því loknu og hefur verið í Þorlákshöfn síðan.