Laun Stefnt er að því að hækka tímakaup nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur
Laun Stefnt er að því að hækka tímakaup nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur
Tillaga um hækkun launa nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur var samþykkt af umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur á dögunum og hefur verið vísað til borgarráðs til samþykkis um aukna fjárveitingu. Um er að ræða sjö prósenta hækkun á tímakaupi.

Tillaga um hækkun launa nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur var samþykkt af umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur á dögunum og hefur verið vísað til borgarráðs til samþykkis um aukna fjárveitingu. Um er að ræða sjö prósenta hækkun á tímakaupi.

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir tæplega 158 milljónum króna verði varið til að greiða nemendum Vinnuskólans laun en sækja þarf um tæplega 60 milljóna króna hækkun.

Lagt er til að tímakaup nemenda í 8. bekk hækki úr 664 krónum í 711 krónur, tímakaup í 9. bekk hækki úr 886 krónum í 947 krónur og tímakaup í 10. bekk hækki úr 1.107 krónum í 1.184 krónur. Um 2.300 nemendur eru skráðir í Vinnuskólann í sumar.