— AFP/Loic Venance
Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki bara dans á rósum, veislur og vín heldur einnig vettvangur mótmæla.
Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki bara dans á rósum, veislur og vín heldur einnig vettvangur mótmæla. Á föstudaginn var stóð hópur kvenna fyrir mótmælum fyrir frumsýningu írönsku myndarinnar Holy Spider og var tilgangurinn að vekja athygli á því ofbeldi sem konur um allan heim eru beittar. Konurnar héldu uppi borða með nöfnum 129 kvenna í Frakklandi sem þær sögðu hafa verið myrtar frá því hátíðin hófst í Cannes. Tveimur dögum fyrr voru önnur mótmæli og sjónum þá beint að kynferðisofbeldi. Var þá meðfylgjandi mynd tekin en á líkama konunnar hafði verið málað „hættið að nauðga okkur“. Eins og sjá má vissu frumsýningargestir ekki hvaðan á þá stóð veðrið.