Sóttvarnir Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af skipan farsóttanefndar.
Sóttvarnir Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af skipan farsóttanefndar. — Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ýmsar athugasemdir við nýtt frumvarp til sóttvarnalaga í umsögn sem hann hefur sent Alþingi. Hann segir m.a. að skýra þurfi betur stjórnskipulega stöðu sóttvarnalæknis innan embættisins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ýmsar athugasemdir við nýtt frumvarp til sóttvarnalaga í umsögn sem hann hefur sent Alþingi. Hann segir m.a. að skýra þurfi betur stjórnskipulega stöðu sóttvarnalæknis innan embættisins. „Ég hef engar athugasemir við að ráðherra skipi sóttvarnalækni en spurningin sem vaknar er hvort þá sé hægt að tala um embætti sóttvarnalæknis? Það þarf að mínu mati að skýra betur hver sé stjórnskipuleg staða sóttvarnalæknis innan embættis landlæknis. Mun sóttvarnalæknir ráða til sín sitt starfsfólk eða verður það á ábyrgð landlæknis? Mun sóttvarnalæknir hafa til umráða sinn eigin fjárlagalið?“ spyr Þórólfur.

Fagaðila vantar

Í frumvarpinu er einnig fjallað um nýja farsóttanefnd sem á að koma í stað sóttvarnaráðs. Hefur Þórólfur áhyggjur af skipan nefndarinnar vegna þess að þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði.

„Hvernig á að tryggja að ráðleggingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarnalæknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslegum hættulegum sjúkdómi og ráðleggingum til ráðherra? Getur sóttvarnalæknir sent eigin tillögur ef honum líkar ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr hann.