Viðtal Anja C. Andersen stjarneðlisfræðiprófessor og Lotte Folke Kaarsholm, fréttamaður hjá Deadline.
Viðtal Anja C. Andersen stjarneðlisfræðiprófessor og Lotte Folke Kaarsholm, fréttamaður hjá Deadline. — Ljósmynd/Skjáskot af vef Dr.dk
Ellen imellem nefnist nýr sjónvarpsþáttur sem nýverið hóf göngu sína á DR P3, en þættina má einnig nálgast á YouTube. Yfirlýst markmið þáttanna mun vera að ná til ungra áhorfenda með fræðandi efni kryddað satíru.

Ellen imellem nefnist nýr sjónvarpsþáttur sem nýverið hóf göngu sína á DR P3, en þættina má einnig nálgast á YouTube. Yfirlýst markmið þáttanna mun vera að ná til ungra áhorfenda með fræðandi efni kryddað satíru. Vísindafólki býðst að sitja fyrir svörum hjá þáttastjórnanda, en vita ekki þegar þeir þekkjast boðið að spyrillinn semur ekki eigin spurningar heldur er með snigil í eyranu og endurtekur spurningar þekktra andstæðinga viðkomandi vísindagreinar sem situr í öðru herbergi og fylgist með viðtalinu. Gestur fyrsta þáttarins var Anja C. Andersen stjarneðlisfræðiprófessor hjá Niels Bohr Institute sem án þess að vita það svaraði spurningum talsmanns þeirra sem trúa því að jörðin sé í reynd flöt. Þessi vinnubrögð hafa mætt harðri gagnrýni vísindasamfélagsins í Danmörku sem sakar stjórnendur DR um óheiðarleg vinnubrögð auk þess sem skaðlegt sé að gefa vísindum og ruglkenningum sama vægi. Gagnrýnin á þessa nálgun DR var krufin til mergjar í fréttaskýringaþættinum Deadline síðasta mánudag.

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir