[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Borche Ilievski hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfuknattleik. Borche, sem er ættaður frá Norður-Makedóníu, hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur meðal annars þjálfað lið á borð við Vestra, Tindastól, Breiðablik og ÍR.

* Borche Ilievski hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfuknattleik. Borche, sem er ættaður frá Norður-Makedóníu, hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur meðal annars þjálfað lið á borð við Vestra, Tindastól, Breiðablik og ÍR. Undir hans stjórn komst ÍR alla leið í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins tímabilið 2018-19 þar sem liðið tapaði fyrir KR í oddaleik. Fjölnir hafnaði í 5. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

*Leikstjórnandinn Colin Kaepernick æfir þessa dagana með bandaríska NFL-liðinu Las Vegas Raiders. Kaepernick, sem er 34 ára gamall, lék síðast með San Francisco 49ers í deildinni frá 2011 til 2016 en hann hefur verið án félags síðan samningur hans rann út í San Francisco árið 2016. Á meðan hann var leikstjórnandi San Francisco fór liðið alla leið í Ofurskálaleikinn árið 2012 og í úrslit NFC-deildarinnar ári síðar.

*Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur gengið frá kaupum á bandaríska miðjumanninum Brenden Aaronson . Hann kemur til félagsins frá Salzburg í Austurríki. Leeds greiðir um 25 milljónir punda fyrir leikmanninn. Aaronson, sem er 21 árs, hefur skorað 13 mörk og lagt upp 16 til viðbótar í 66 leikjum með Salzburg. Þá er hann orðinn fastamaður í bandaríska landsliðinu.

*Körfuknattleikskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við ástralska liðið South Adelaide Panthers. Isabella, sem er 24 ára gömul, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hún skoraði 14 stig og tók 14 fráköst að meðaltali í 17 leikjum með Breiðabliki á síðustu leiktíð. South Adelaide Panthers leikur í næstefstu deild Ástralíu, NBL1-Central riðlinum og er liðið í öðru sæti riðilsins eftir sjö umferðir en alls eru fimm landshlutariðlar í B-deildinni þar í landi.

*Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á hinum brasilíska Diego Carlos . Villa greiðir Sevilla um 26 milljónir punda fyrir leikmanninn. Carlos verður annar leikmaðurinn sem Villa fær til sín fyrir næstu leiktíð en Boubacar Kamara kom til félagsins frá Marseille á dögunum. Carlos hefur leikið 79 deildarleiki fyrir Sevilla frá árinu 2019 en spænska félagið keypti hann af Nan-tes í Frakklandi, þar sem hann spilaði 97 leiki á þremur árum.

*Framtíð senegalska knattspyrnumannsins Sadio Mané hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool er í mikilli óvissu. Mané, sem er þrítugur, verður samningslaus sumarið 2023 og hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan samning enn sem komið er. Mané hefur verið orðaður við bæði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og Frakklandsmeistara París SG en þýski miðillinn Bild greindi frá því í vikunni að Liverpool sé tilbúið að selja Mané fyrir 50 milljónir punda. Mané hefur ekkert viljað tjá sig um framtíð sína hjá Liverpool en í viðtali við Sky Sports á dögunum gaf hann það í skyn að hann myndi tjá sig um framtíð sína eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer í París á morgun.