Hraðbankar Nú verður hægt að nota símann í hraðbönkum.
Hraðbankar Nú verður hægt að nota símann í hraðbönkum. — Morgunblaðið/Hari
Hægt verður að leysa út reiðufé úr hraðbanka með símanum og því ekki nauðsynlegt að hafa kort meðferðis, með tilkomu nýrrar tækni sem hefur verið tekin í notkun í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka.
Hægt verður að leysa út reiðufé úr hraðbanka með símanum og því ekki nauðsynlegt að hafa kort meðferðis, með tilkomu nýrrar tækni sem hefur verið tekin í notkun í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. Origo, þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, hefur kynnt þessa lausn, til þess að svara kalli neytandans að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Segir þar að notkun stafrænnar þjónustu hafi aukist meðal Íslendinga í faraldrinum og sömuleiðis útbreiðsla rafrænna skilríkja hjá almenningi. Því hafi þau gegnt veigameira hlutverki í bankaþjónustu á síðustu árum.