— AFP
Ellefu nýfædd börn létust í eldsvoða á spítala í borginni Tivaouane í vesturhluta Senegal seint á miðvikudaginn. Borgarstjórinn Demba Diop segir að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups og breiðst mjög hratt út.

Ellefu nýfædd börn létust í eldsvoða á spítala í borginni Tivaouane í vesturhluta Senegal seint á miðvikudaginn.

Borgarstjórinn Demba Diop segir að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups og breiðst mjög hratt út. Þá hefur hann neitað ásökunum um að börnin hafi verið skilin eftir ein og segir að ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur hafi verið á staðnum.

Macky Sall forseti landsins tilkynnti un harmleikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Vottaði hann fjölskyldum látnu nýburanna sína dýpstu samúð.

Síðar í gær rak Sall heilbrigðisráðherra sinn, Diouf Sarr,

úr embætti en harmleikurinn er sagður hafa afhjúpað enn frekar hve veikt heilbrigðiskerfi landsins er.

Forsetinn er staddur erlendis eins og er en stefnir að því að koma fyrr heim. Mun hann þá heimsækja spítalann.