— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Það var líf á nyrstu höfninni á landinu, á Raufarhöfn, þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Löndun úr nýjum báti GPG seafood sem gerir út á línu.
Það var líf á nyrstu höfninni á landinu, á Raufarhöfn, þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Löndun úr nýjum báti GPG seafood sem gerir út á línu. Í baksýn glittir í steinkirkjuna sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni og byggð af Ingvari Jónssyni árið 1928. Á Raufarhöfn er nokkuð um smábátaútgerð og hverfist lífið um höfnina.