Kálfurinn. N-AV Norður &spade;Á73 &heart;54 ⋄K853 &klubs;ÁD97 Vestur Austur &spade;K9854 &spade;DG10 &heart;DG107 &heart;98632 ⋄109 ⋄DG64 &klubs;K3 &klubs;2 Suður &spade;62 &heart;ÁK ⋄Á72 &klubs;G108654 Suður spilar 5&klubs;.

Kálfurinn. N-AV

Norður
Á73
54
K853
ÁD97

Vestur Austur
K9854 DG10
DG107 98632
109 DG64
K3 2

Suður
62
ÁK
Á72
G108654

Suður spilar 5.

Við erum enn að blaða í mistakabók Erics Jannersteins (Finn felet) þar sem hann lætur sagnhafa spila eins og kálf og komast upp með klúðrið. En bara tímabundið. Á næstu blaðsíðu breytir Jannerstein legunni og segir lesandanum hvernig hann hefði átt að bera sig að. Hér er verkefnið að spila 5 með hjartadrottningu út.

„Kálfurinn“ svínar strax fyrir laufkónginn og leggur upp ellefu slagi. Gefur einn á spaða og annan á tígul. Klúður, segir Jannerstein. Hið rétta er að tékka á tíglinum fyrst, spila ás-kóng og tígli í þriðja sinn. Ef liturinn fellur (og vörnin spilar spaða) er best að taka laufás og henda spaða í frítígul.

En hvað ef austur spilar fjórða tíglinum í þessari legu? Gerir ekkert til. Suður hendir einfaldlega spaða heima og svínar svo síðar í laufi.