Átök Ung stúlka fyrir utan það sem áður var íbúðarblokk í Donbass.
Átök Ung stúlka fyrir utan það sem áður var íbúðarblokk í Donbass. — AFP
Rússneskar hersveitir hafa bætt í sókn sína í við Lúhansk í austurhluta Donbass-svæðisins í Úkraínu. Í gærhófst fjórði mánuður átakanna. Stuðningur Vesturlanda hefur hjálpað til við að halda Rússum frá mörgum svæðum, þar á meðal höfuðborginni Kænugarði.

Rússneskar hersveitir hafa bætt í sókn sína í við Lúhansk í austurhluta Donbass-svæðisins í Úkraínu. Í gærhófst fjórði mánuður átakanna.

Stuðningur Vesturlanda hefur hjálpað til við að halda Rússum frá mörgum svæðum, þar á meðal höfuðborginni Kænugarði.

Rússneskar hersveitir einbeita sér nú að því að ná á vald sitt héruðunum Dónetsk og Lúhansk sem eru í Donbass en þar halda aðskilnaðarsinnar til.

Þær hafa þegar tekið völdin í þremur bæjum í Dónetsk, þar á meðal í bænum Svitlodarsk, að sögn svæðisstjórans Pavlo Kyrylenko. Þá stefna hersveitirnar sömuleiðis á að umkringja úkraínska hermenn í nágrannaborgunum Sievierodónetsk og Lísisjansk sem liggja hvor sínu megin við Dónets-ána. Hersveitirnar nálgast borgirnar nú úr þremur ólíkum áttum.

„Næstu vikur stríðsins verða erfiðar og við verðum að vera meðvituð um það,“ sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í kvöldávarpi sínu í fyrradag. „Erfiðasta staðan núna er í Donbass.“

Selenskí ávítti Vesturlönd fyrir að gera ekki nóg til þess að hjálpa Úkraínumönnum að sigra í stríðinu gegn innrásarher Rússa.

Selenskí kallaði í gærmorgun eftir „hjálp án takmarkana“ og átti þar sérstaklega við vopnasendingar.

Fyrir utan borgina Severódónetsk, sem er nú þungamiðjan í endurnýjaðri sókn Rússa á Donbass-svæðinu, voru bardagarnir „mjög erfiðir“, að sögn Sergiy Gaiday, ríkisstjóra Lugansk. Borgin hefur þó ekki verið umkringd enn, sagði Gaiday í myndskeiði á Telegram.

Hann spáði því að „komandi vika myndi ráða útslitum“ í stríðinu.

Pútín vill þvinganir burt

Rússnesk yfirvöld boða stórtæk framlög, til þess að yfirstíga matvælaskort í heiminum, gegn því að vestræn ríki aflétti ríkjandi viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, átti símafund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, í gær þar sem þeir ræddu þróunina í Úkraínu og möguleika til þess að ná saman um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir heimslægan matvælaskort.