Íbúðir Leiguverðið hefur ekki hækkað enn þá en slíkt er þó viðbúið.
Íbúðir Leiguverðið hefur ekki hækkað enn þá en slíkt er þó viðbúið.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Leiguverð hefur ekki hækkað að raunvirði síðustu tvö árin, sé litið til almenns verðlags án húsnæðis, launa, og verð íbúðarhúsnæðis.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

Leiguverð hefur ekki hækkað að raunvirði síðustu tvö árin, sé litið til almenns verðlags án húsnæðis, launa, og verð íbúðarhúsnæðis. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þó sé viðbúið að það breytist á næstunni, ekki síst þar sem þörf er á talsverðu aðfluttu vinnuafli sem þarf einhvers staðar að búa. Flóttamannastraumur muni auk þessa setja aukinn þrýsting á leigumarkað.

Aukið framboð besta lausnin

„Aukið framboð húsnæðis er það eina sem myndi raunverulega lækka húsnæðiskostnað, sérstaklega ef hægt væri að byggja hraðar og nákvæmar, án þess að gæðum eða öryggi væri fórnað,“ segir Anna. Verkalýðshreyfingin hefur vakið athygli á stöðu leigjenda sem hún telur afleita, þar sem leigjendur hafi varið 45% ráðstöfunartekna sinna í leigu árið 2021 en hlutfallið hafi verið 40% árið 2019.

Aðspurð segir Anna Hrefna óskynsamlegt og óframkvæmanlegt að miða leiguverð við ákveðið hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks við gerð samninga. Leiguverð ræðst af aðstæðum á húsnæðismarkaði og byrði húsnæðiskostnaðar er afleiðing af þróun undirliggjandi þátta svo sem launa, skatta og verði þess húsnæðis sem fólk kýs að búa í, en ekki útgangspunktur við ákvörðun leiguverðs. Hins vegar er gagnlegt að skoða þetta hlutfall reglulega eins og Hagstofan gerir til að fá mynd af því hversu íþyngjandi húsnæðiskostnaður er almennt og fyrir ólíka hópa. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar kemur einmitt fram að byrði húsnæðiskostnaðar hefur frekar farið minnkandi, meira að segja í gegnum faraldurinn,“ segir hún.