Brasilíska hljómsveitin Duo Brasil mun í kvöld kl. 20 halda tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Brasilíska hljómsveitin Duo Brasil mun í kvöld kl. 20 halda tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hljómsveitina skipa Guito Thomas sem spilar á gítar og syngur og Rodrigo Lopes trommuleikari en báðir eru búsettir á Ólafsfirði og starfa við tónlistarkennslu á Norðurlandi. Á tónleikunum munu þeir flytja verk listamanna á borð við Paulinho da Viola, João Bosco, Djavan, Gonzaguinha, Gilberto Gil, Caetano Veloso og Tom Jobim. Allir eru velkomnir og tekið við frjálsum framlögum við innganginn en viðmiðunarverð er 2.000 kr.