Böð Skógarböðin nýta heitt vatn sem fellur til úr Vaðlaheiðagöngum.
Böð Skógarböðin nýta heitt vatn sem fellur til úr Vaðlaheiðagöngum. — Ljósmynd/Skógarböðin-Axel Þórhallsson
Akureyri | „Við erum hæstánægð með viðtökurnar sem hafa verið alveg stórkostlega. Fyrstu gestirnir eru mjög ánægðir,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna, en þau voru opnuð fyrir fáum dögum.

Akureyri | „Við erum hæstánægð með viðtökurnar sem hafa verið alveg stórkostlega. Fyrstu gestirnir eru mjög ánægðir,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna, en þau voru opnuð fyrir fáum dögum. Hún segir greinilega mikla eftirvæntingu ríkjandi og margir spenntir að prófa þessi nýju náttúruböð inni í miðjum skógi.

Tinna segir fjölda gesta hafa lagt leið sína í böðin þessa fyrstu daga sem opið hefur verið. „Það hefur verið mikil umferð hér hjá okkur, ógrynni gesta verið á ferðinni, margir farið ofan í Skógarböðin en sumir staldra við og skoða sig um,“ segir hún. „Bókunarvefur var opnaður samhliða opnun Skógarbaðanna, bókanir eru orðnar þéttar, ná alveg langt fram á haustið þannig að útlitið er gott og við hlökkum til að taka á móti gestum.“ Veitingastaðurinn Skógur Bístró er rekin í tengslum við Skógarböðin en þar er boðið upp á létta rétti og úrval drykkja. „Starfsemin fer mjög vel af stað. Gestir eru ánægðir með staðsetninguna, að vera í rólegheitum inni í þéttvöxnum skógi með frábært útsýni yfir til Akureyrar og um Eyjafjörð.“