Áhugafólk um forna tíma fær tækifæri til að upplifa það hvernig var að vera uppi á víkingatímum um helgina en hátíð sem er sérstaklega tileinkuð fornleifatilraunum og víkingum verður þá haldin á Eiríksstöðum í Haukadal.

Áhugafólk um forna tíma fær tækifæri til að upplifa það hvernig var að vera uppi á víkingatímum um helgina en hátíð sem er sérstaklega tileinkuð fornleifatilraunum og víkingum verður þá haldin á Eiríksstöðum í Haukadal. Mikil eftirvænting er í loftinu fyrir víkingahátíðinni sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir. Bjarnheiður Jóhannsdóttir frá Rimmugýgi mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi um hátíðina og menningu víkinganna sem hún staðfesti að væri oft misskilin.

Viðtalið er að finna í heild sinni á K100.is.