Ricky Gervais
Ricky Gervais
Enski grínistinn Ricky Gervais hefur verið sakaður um að sýna fordóma í garð transfólks í nýrri uppistandsmynd sinni á Netflix. Hafa LGBTQ-samtök fordæmt brandara Gervais og sagt þá fordóma dulbúna sem grín, að því er fram kemur á vef The Guardian .
Enski grínistinn Ricky Gervais hefur verið sakaður um að sýna fordóma í garð transfólks í nýrri uppistandsmynd sinni á Netflix. Hafa LGBTQ-samtök fordæmt brandara Gervais og sagt þá fordóma dulbúna sem grín, að því er fram kemur á vef The Guardian . Myndin nefnist SuperNature og í henni segir Gervais nokkra brandara á kostnað transfólks og fleiri. Bandarísku LGBTQ-réttindasamtökin Glaad segja þetta grín Gervais hættulegt. Það innihaldi gróft og varasamt grín sem beint sé að transfólki og einnig samkynhneigðum. Að auki fari Gervais með rangt mál um HIV-smit. Gervais setur fyrirvara í upphafi myndarinnar á þá leið að margt sem hann muni segja sé kaldhæðni og lýsi ekki hans persónulegu skoðunum. Allt sé þetta gert í gríni.