Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úrslitaleiks Liverpool og Real Madrid var beðið með mikilli eftirvæntingu. Liverpool hefur farið mjög vaxandi eftir að Þjóðverjinn Jürgen Klopp varð þjálfari liðsins og er nú eitt besta lið heims. Carlo Ancelotti tók við Madrídarliðinu í fyrra og þótti það ekki líklegt til stórræða, en með ótrúlegum hætti tókst því að slá út hvert stórliðið á fætur öðru á leiðinni í úrslitaviðureignina.

Úrslitaleiks Liverpool og Real Madrid var beðið með mikilli eftirvæntingu. Liverpool hefur farið mjög vaxandi eftir að Þjóðverjinn Jürgen Klopp varð þjálfari liðsins og er nú eitt besta lið heims. Carlo Ancelotti tók við Madrídarliðinu í fyrra og þótti það ekki líklegt til stórræða, en með ótrúlegum hætti tókst því að slá út hvert stórliðið á fætur öðru á leiðinni í úrslitaviðureignina.

Klopp hefur nú komið Liverpool þrisvar í úrslit meistaradeildarinnar og unnið einu sinni. Hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum í hitteðfyrra og missti naumlega af titlinum í vor.

Ancelotti er sigursælasti þjálfari allra tíma. Hann hefur fimm sinnum komist í úrslit meistaradeildarinnar og fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Fyrir utan fjölda annarra titla sem þjálfari og leikmaður.

Liverpool átti mun fleiri færi í leiknum og hefði markmaður Madríd ekki átt nánast fullkominn leik hefðu mörkin jafnvel orðið nokkur. Madríd kom boltanum hins vegar tvisvar í netið. Aðeins annað markið taldist gilt, en mörgum hefur ugglaust fundið hæpið að dæma hitt markið af vegna rangstöðu.

Þessi leikur sýndi hvað lítið getur skilið á milli feigs og ófeigs, ein mistök, augnabliks andvaraleysi, getur ráðið úrslitum.

Eru þeir sem tapa þá minni menn? Real Madríd var ótvíræður sigurvegari, en í raun er ekkert frá hinum tekið þótt erfitt sé að sætta sig við annað sætið.