Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson
Andrés Magnússon andres@mbl.is Málefni Reykjavíkurflugvallar gætu reynst erfið í meirihlutaviðræðum Framsóknar og þriggja flokka gamla meirihlutans í Reykjavík.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Málefni Reykjavíkurflugvallar gætu reynst erfið í meirihlutaviðræðum Framsóknar og þriggja flokka gamla meirihlutans í Reykjavík. Skömmu fyrir kosningar kastaðist í kekki milli ríkis og borgar um þau, en Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafnaði frekari uppbyggingu í grennd við völlinn fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Einar Þorsteinsson tók undir þau sjónarmið og sagði mikilvægt að borgin virti samning frá 2019 þar að lútandi.

Fyrir helgina undirstrikaði Sigurður Ingi svo mikilvægi þessa máls fyrir Framsókn og sagði tímabært að „dusta rykið“ af áformum um að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem kallar á svör nýs meirihluta eftir að hann verður myndaður.

Þau kunna þó að koma fyrr, því fyrir nýrri borgarstjórn liggur að taka afstöðu til lóðaúthlutunar í Skerjafirði undir 140 íbúða fjölbýlishús, sem gengur í berhögg við stefnu Framsóknar og fyrrnefndar yfirlýsingar innviðaráðherra.

Hvað sem því líður eru meirihlutaviðræður í Reykjavík sagðar ganga vel, þar á meðal um skipulagsmál, þótt mögulega sé nokkur bjartsýni að þeim ljúki fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar hinn 7. júní. 14