— Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson
Fram er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið dramatískan sigur á liði Vals í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins á sunnudag. Leiknum lauk með 23:22-sigri Fram, sem vann einvígið samanlagt 3:1.

Fram er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið dramatískan sigur á liði Vals í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins á sunnudag. Leiknum lauk með 23:22-sigri Fram, sem vann einvígið samanlagt 3:1. Karen Knútsdóttir fór á kostum fyrir Fram og skoraði alls níu mörk. Þá varð karlalið Vals Íslandsmeistari í handknattleik á laugardag eftir 31:30-sigur á liði ÍBV í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum. Valur vann úrslitaeinvígið 3:1 og er því Íslands- og bikarmeistari annað árið í röð. 27