Verðlaun Vinkonurnar Thelma Sif og Hilda Rún ásamt menntamálaráðherra og þjónustustjóra Elko.
Verðlaun Vinkonurnar Thelma Sif og Hilda Rún ásamt menntamálaráðherra og þjónustustjóra Elko. — Ljósmynd/Mennta- og barnamálaráðuneytið
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Það „að rétta upp hönd“ í kennslustund gæti brátt heyrt sögunni til, eftir að sigurhugmynd Nýsköpunarkeppni grunnskólanna leit dagsins ljós.

Ari Páll Karlsson

ari@mbl.is

Það „að rétta upp hönd“ í kennslustund gæti brátt heyrt sögunni til, eftir að sigurhugmynd Nýsköpunarkeppni grunnskólanna leit dagsins ljós. Hugmyndin, sem ber nafnið Hjálparljós, eftir þær Hildu Rún Hafsteinsdóttur og Thelmu Sif Róbertsdóttur, úr 7. bekk í Sandgerðisskóla, er snjallari lausn til að biðja um aðstoð.

„Við vorum einhvern tímann í tíma og vorum orðar þreyttar í hendinni þannig að okkur datt þetta í hug,“ segir Hilda en uppfinningin lýsir sér þannig að ýtt er á takka sem kveikir ljós, til marks um að mann vanti aðstoð. Ljósið er grænt í fjórar mínútur en verður þá gult.

„Þá veit kennarinn að maður er búinn að bíða lengi,“ útskýrir Thelma. Að öðrum fjórum mínútum liðnum breytist ljósið á nýjan leik og verður rautt. „Svo byrjar það að blikka þegar það er búið að vera mjög lengi.“

Kennarinn sér því hvaða nemendur hafa beðið lengst eftir aðstoð „Síðan getur maður unnið annað verkefni á meðan,“ segir Thelma en báðar hafa þær lent í því að vera orðnar þreyttar í báðum höndum eftir biðina löngu.

Fartölvur að launum

Hilda segir þær vinkonurnar hafa sent inn hugmynd í mars, eftir að kennarinn þeirra, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir, hvatti þær og aðra í bekknum til að taka þátt í keppninni.

Hugmyndin var síðan á meðal 25 hugmynda sem var boðið í vinnustofu og aðalkeppnina í Háskólanum í Reykjavík. Þar unnu þær aðalverðlaun. Að launum fengu þær hvor um sig viðurkenningaskjal og fartölvu að verðmæti 155 þúsund krónur frá Elko, sem styrkir keppnina.

Sjö aðrar hugmyndir unnu til verðlauna í keppninni og hlaut Ásta Sigríður Ólafsdóttir, kennari í Víðistaðaskóla, hvatningarverðlaun kennara.