Fannar Jónasson
Fannar Jónasson — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning á sunnudag. Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H.
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning á sunnudag. Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H. Kristinsdóttir fulltrúi Framsóknar, fyrir utan þriðja ár kjörtímabilsins þegar Helga Dís Jakobsdóttir fulltrúi Raddar unga fólksins mun gegna því embætti. Formaður bæjarráðs verður Hjálmar Hallgrímsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur verður endurráðinn. Málefnasamningur meirihlutans verður birtur að loknum fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní. Áfram verður lögð áhersla á góða samvinnu fulltrúa í bæjarstjórn og að vel sé haldið um upplýsingagjöf þeirra mála sem koma til umfjöllunar og afgreiðslu, að því er segir í tilkynningu.