Aðfaranótt sunnudags reyndist annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en um hundrað mál rötuðu í málaskrá lögreglu og þurftu tíu manns að gista fangaklefa fyrir aðskiljanlegar sakir, að því er lesa má úr dagbók lögreglu.

Aðfaranótt sunnudags reyndist annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en um hundrað mál rötuðu í málaskrá lögreglu og þurftu tíu manns að gista fangaklefa fyrir aðskiljanlegar sakir, að því er lesa má úr dagbók lögreglu.

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina,“ segir þar. Nefna má líkamsárás í miðborginni, en einn var handtekinn og stungið inn vegna málsins, en hinn fluttur á slysadeild.

Þá var par handtekið í Kópavogi fyrir líkamsárás og eignaspjöll og hlutu þau hvort sinn hvílustað í boði ríkisins.

Maður í Grafarvogi var handtekinn fyrir að ráðast á nágranna sinn og vistaður í fangaklefa.

Lögregla þurfti að hafa afskipti af allnokkrum í annarlegu ástandi. Sumir voru ósjálfbjarga af drykkju en aðrir til vandræða og með ofstopa og voru látnir sofa úr sér í steininum.