Björn Björnsson fæddist í Brimnesi á Hofsósi 4. desember 1933. Hann lést á Hrafnistu Nesvöllum 1. maí 2022.

Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson, f. 17. janúar 1906, d. 1998, og Steinunn Ágústsdóttir, f. 1. september 1909, d. 2001.

Systkini Björns voru: Alfreð, látinn; Valdimar; Sólberg, látinn; Guðbjörg Ágústa; Sigurður; Fanney Björk; Kristín, látin.

Björn giftist Margréti Guðnýju Magnúsdóttur frá Ólafsfirði 1. september 1959. Börn þeirra eru: 1) Steinunn Ása, f. 1953, maki hennar er Gunnar Magnússon, börn þeirra eru a) Kristján, sambýliskona hans er Sólbjörg Hlöðversdóttir, synir þeirra eru Bjartur og Ari Kaprasíus, b) Ingunn, sambýlismaður hennar er Erling Jóhann Brynjólfsson, sonur þeirra er Kári Björn, dætur hans eru Brynhildur Inga og Hólmfríður Lára, c) Margrét, börn hennar eru Íris Dögg, Gunnar Steinn og Alexandra Von. 2) Björn, f. 1957, maki hans er Þórdís Kristinsdóttir, börn þeirra eru a) Kristín Elfa, sambýlismaður hennar er Oddur Helgi Björnsson, dóttir þeirra er Una Dís, b) Björn. 3) Sigríður, f. 1958, sambýlismaður hennar er Þorsteinn Valur Baldvinsson, dætur þeirra eru a) Sædís Mjöll, b) Valdís Jóna, látin, Snædís Bára, sambýlismaður hennar er Sigurður Páll Ásgeirsson, dóttir þeirra er Matthildur Embla. 4) Magnús Sigurður, f. 1960, maki hans er Bryndís Skúladóttir, dætur þeirra eru a) Margrét Ósk, barnsfaðir hennar er Christopher Blake, synir þeirra eru Alexander Magnús og Aron Samúel, b) Lilja Guðný, sambýlismaður hennar er Pétur Hrafn Jónasson, börn þeirra Stella, Nína og Jónas. c) Ásdís Birta. 5) Salbjörg, f. 1961, maki hennar er Jón Snævar Jónsson, dætur þeirra eru a) Vilborg, maki hennar er Brynjar Freyr Jónasson, dóttir þeirra er Jóna Kristín, dóttir Vilborgar er Salbjörg Tinna Halldórsdóttir, b) Linda Björg, maki hennar er Henrik Bjerring Öre, dætur þeirra Maja Björt og Mía, c) Snjólaug Ösp, unnusti hennar Einar Sveinn Einarsson. 6) Stefanía Helga, f. 1968, maki hennar er Arnbjörn Arnbjörnsson, synir þeirra eru a) Adam Ingi, b) Fannar Ingi, unnusta hans er Alma Rún Jensdóttir.

Björn ólst upp í foreldrahúsum á Hofsósi fram á unglingsár. Hann kynntist Margréti árið 1952. Þau hjónin fluttu til Keflavíkur árið 1957. Þau bjuggu á Faxabraut til 1968 en þá fluttu þau á Þverholt og bjuggu þar til 2004 en þá fluttu þau á Lágseylu í Njarðvík.

Hann lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum á Sauðárkróki árið 1957, lauk námi sínu hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli og starfaði sem húsasmíðameistari allan sinn starfsaldur, lengst af hjá Dverghömrum og Íslenskum aðalverktökum. Hann var mikill áhugamaður um stangveiði og stundaði það sport alla tíð. Hann var mikill listamaður, bæði málaði, teiknaði og skar út í tré af mikilli snilld. Hann spilaði á harmóniku, píanó og gítar og hafði mikið dálæti á söng. Hann var mikill áhugamaður um ættfræði og allt sem sneri að þeim efnum.

Útför Björns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 30. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13.

Kveðjustund

Nú komið er að kveðjustund

Kæri pabbi hrygg er lund

En minningin er mild

Því allt sem áttum við

Nú arfleiðir þú mig

Sú ljúf er minning mín

Það allt sem gafst þú mér

Ég ætíð geymi hér

í hjarta mínu hlýtt

Þú alltaf kenndir mér

Að innst í hjarta mér

Ég hamingjuna finn

Þó söknuður sé sár

Þá sefar öll mín tár

Minning mín um þig

Það góða er gafstu mér

Nú get ég einkað mér

Með virðingu til þín

Kæri pabbi megi guð þig geyma og varðveita.

Þinn sonur,

Björn.