Læti Aðflug æft á Akureyri.
Læti Aðflug æft á Akureyri. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Töluvert hefur verið kvartað yfir miklum hávaða frá herþotum ítalska flughersins sem stundaði aðflugsæfingar yfir Akureyri og Egilsstöðum síðastliðna viku. Æfingarnar eru hluti loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Sveinn H.

Töluvert hefur verið kvartað yfir miklum hávaða frá herþotum ítalska flughersins sem stundaði aðflugsæfingar yfir Akureyri og Egilsstöðum síðastliðna viku. Æfingarnar eru hluti loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir tilkynningar um æfingar vera á höndum Landhelgisgæslunnar.

„Ég skil vel að það sé ónæði að þessu, það er talsverður hávaði sem fylgir þessum vélum, en Gæslan gerir sitt besta til að sjá til að allir viti að þetta standi til,“ segir Sveinn. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að vegna áhafnaskipta hjá ítölsku flugsveitinni hafi verið þörf á aðflugsæfingum. Þá segir Ásgeir að flug um helgar sé óvanalegt en hafi verið nauðsynlegt núna síðustu helgi. Tilkynningar um aðflugsæfingar séu bæði birtar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.