UNICEF Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra á Íslandi tekur við fénu.
UNICEF Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra á Íslandi tekur við fénu. — Ljósmynd/Kársnesskóli
Góðgerðardagur Kársnesskóla var haldinn 19. maí sl. og söfnuðust alls 725 þúsund krónur sem afhentar voru UNICEF á Íslandi á föstudag.

Góðgerðardagur Kársnesskóla var haldinn 19. maí sl. og söfnuðust alls 725 þúsund krónur sem afhentar voru UNICEF á Íslandi á föstudag. Styrktarféð rann til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir börn í Úkraínu, en styrktarmálið var valið með lýðræðislegum hætti af nemendum í 7. bekk.

„Við höfum verið að stíla inn á að börn hjálpi börnum og það eru krakkar í sjöunda bekk sem velja sér málefni sem þeir vilja styðja,“ segir Björg Baldursdóttir skólastjóri og bætir við að söfnunin hafi gengið frábærlega vel í ár. „Það var margt fólk sem kom og mikill peningur sem safnaðist.

Krakkarnir voru búnir að búa til muni og baka alls konar sem þeir selja. Það eru margir nemendur, aðallega á miðstigi, sem taka þátt í þessu en svo eru krakkar á öllum stigum sem mæta með foreldrum og eru með. Þetta er hálfgerð hverfishátíð,“ segir Björg.