Óstöðvandi Ísak Snær Þorvaldsson fagnar öðru marka sinna fyrir Breiðablik gegn Leikni í gær ásamt Omar Sowe og Jason Daða Svanþórssyni.
Óstöðvandi Ísak Snær Þorvaldsson fagnar öðru marka sinna fyrir Breiðablik gegn Leikni í gær ásamt Omar Sowe og Jason Daða Svanþórssyni. — Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Alls fóru sex leikir, öll 8. umferðin, fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær. Þar kenndi ýmissa grasa þar sem Breiðablik er áfram með fullt hús stiga og Ísaki Snæ Þorvaldssyni halda engin bönd, KR jók enn á ófarir FH, afleitt gengi Vals hélt áfram er liðið tapaði þriðja deildarleik sínum í röð, Stjarnan hélt áfram góðu gengi sínu, Íslandsmeistarar Víkings jöfnuðu KA að stigum og Keflavík vann annan leik sinn í röð.

Fótboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Alls fóru sex leikir, öll 8. umferðin, fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær. Þar kenndi ýmissa grasa þar sem Breiðablik er áfram með fullt hús stiga og Ísaki Snæ Þorvaldssyni halda engin bönd, KR jók enn á ófarir FH, afleitt gengi Vals hélt áfram er liðið tapaði þriðja deildarleik sínum í röð, Stjarnan hélt áfram góðu gengi sínu, Íslandsmeistarar Víkings jöfnuðu KA að stigum og Keflavík vann annan leik sinn í röð.

Breiðablik gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði botnlið Leiknis úr Reykjavík naumlega, 2:1. Ísak Snær Þorvaldsson kom Breiðabliki yfir eftir tæplega hálftíma leik og skoraði svo annað mark sitt og Blika í upphafi síðari hálfleiks, hans níunda mark í átta leikjum. Róbert Hauksson minnkaði muninn skömmu eftir annað mark Ísaks Snæs en þar við sat og áttundi sigur Breiðabliks í jafnmörgum leikjum þar með staðreynd. Liðið er nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Leiknir er áfram á botninum, þremur stigum frá öruggu sæti.

KR vann þá frábæran 3:2-sigur á FH í Kaplakrika. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir snemma leiks og tvöfaldaði svo forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn skömmu síðar og staðan því 2:1 í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik varð Daninn Lasse Petry fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf landa síns Kennies Choparts. Logi Hrafn Róbertsson minnkaði muninn undir lok leiks en eins marks sigur KR niðurstaðan. KR fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar en FH, sem hefur gengið bölvanlega á tímabilinu, er í 9. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Valur heimsótti Fram í Safamýrina þar sem heimamenn höfðu betur, 3:2, í stórskemmtilegum leik. Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Fram og Ágúst Eðvald Hlynsson sömuleiðis fyrir Val áður en Jannik Pohl skoraði sigurmark Framara, sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið. Fram fór upp um tvö sæti, í 8. sæti, með sigrinum og er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Valur er hins vegar komið niður í 6. sæti eftir að hafa byrjað tímabilið frábærlega.

Óli Valur Ómarsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í 1:0-sigri á ÍBV og kom liðinu þannig upp í 2. sæti deildarinnar á meðan ÍBV er enn í fallsæti. Markið hans var sérlega glæsilegt, magnað einstaklingsframtak sem lauk með hnitmiðuðu skoti niður í nærhornið.

Víkingur úr Reykjavík fékk KA í heimsókn og hafði naumlega betur, 2:1, eftir mikla dramatík í blálok leiks. Ari Sigurpálsson hafði komið Víkingi yfir áður en Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði metin fyrir Akureyringa seint í leiknum. Viktor Örlygur Andrason skoraði hins vegar sigurmark Víkinga á annarri mínútu uppbótartíma. Víkingur er nú í 4. sæti með 16 stig líkt og KA, sem fór niður í 3. sæti.

Keflavík gerði frábæra ferð á Skipaskaga þegar liðið vann 2:0-sigur á heimamönnum í ÍA. Dani Hatakka og Kian Williams skoruðu hvor í sínum hálfleiknum og kom Keflavík þar með upp í 7. sæti. ÍA er hins vegar áfram í 10. sæti, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Tvískipt deild

Að átta umferðum loknum í Bestu deildinni eru línur farnar að skýrast að langmestu leyti. Með nýju fyrirkomulagi munu sex efstu liðin taka þátt í umspili um Íslandsmeistaratitilinn og sex neðstu liðin taka þátt í fallumspili. Blikar eru í algjörum sérflokki en næstu fimm lið á eftir koma svo í einum hnapp þar sem aðeins fjögur stig skilja á milli Stjörnunnar, KA, Víkings, KR og Vals.

Keflavík er aðeins að gera sig gildandi í 7. sætinu og er aðeins þremur stigum á eftir Val en sjö stig FH í 9. sætinu teljast gífurleg vonbrigði fyrir Hafnarfjarðarliðið. Leiknir og ÍBV bíða þá enn eftir sínum fyrstu sigrum og því allt útlit fyrir afar erfitt sumar fyrir bæði lið.

FRAM – VALUR 3:2

0:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 16.

1:1 Guðmundur Magnússon 26.

2:1 Guðmundur Magnússon 55.(v)

2:2 Ágúst Eðvald Hlynsson 56.

3:2 Jannik Pohl 66.

MM

Jannik Pohl (Fram)

Ágúst Eðvald Hlynsson (Val)

M

Albert Hafsteinsson (Fram)

Fred Saraiva (Fram)

Guðmundur Magnússon (Fram)

Jesús Yendis (Fram)

Tiago Fernandes (Fram)

Aron Jóhannsson (Val)

Orri Hrafn Kjartansson (Val)

Rautt spjald : Birkir Heimisson (Val) 45.

Dómari : Ívar Orri Kristjánsson – 7.

Áhorfendur : 463.

VÍKINGUR R. – KA 2:1

1:0 Ari Sigurpálsson 54.

1:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 80.

2:1 Viktor Örlygur Andrason 90.

M

Ari Sigurpálsson (Víkingi)

Helgi Guðjónsson (Víkingi)

Júlíus Magnússon (Víkingi)

Oliver Ekroth (Víkingi)

Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)

Daníel Hafsteinsson (KA)

Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)

Oleksiy Bykov (KA)

Þorri Mar Þórisson (KA)

Rautt spjald : Arnar Gunnlaugsson (þjálfari Víkings) 80.

Dómari : Vilhjálmur A. Þórarinsson – 6.

Áhorfendur : Um 500.

ÍA – KEFLAVÍK 0:2

0:1 Dani Hatakka 13.

0:2 Kian Williams 68.

M

Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍA)

Oliver Stefánsson (ÍA)

Adam Ægir Pálsson (Keflavík)

Dani Hatakka (Keflavík)

Ivan Kaliuzhnyi (Keflavík)

Kian Williams (Keflavík)

Patrik Johannesen (Keflavík)

Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)

Dómari : Egill Arnar Sigurþórsson – 8.

Áhorfendur : 573.

STJARNAN – ÍBV 1:0

1:0 Óli Valur Ómarsson 60.

MM

Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni)

M

Haraldur Björnsson (Stjörnunni)

Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni)

Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjörn)

Eggert Aron Guðmundsson (Stjörn)

Emil Atlason (Stjörnunni)

Guðjón Orri Sigurjónsson (ÍBV)

Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)

Felix Örn Friðriksson (ÍBV)

Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)

Rautt spjald : Atli Hrafn Andrason (ÍBV) 87.

Dómari : Pétur Guðmundsson – 7.

Áhorfendur : 493.

LEIKNIR R. – BREIÐABLIK 1:2

0:1 Ísak Snær Þorvaldsson 28.

0:2 Ísak Snær Þorvaldsson 48.

1:2 Róbert Hauksson 55.

MM

Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)

M

Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)

Damir Muminovic (Breiðabliki)

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)

Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki)

Dagur Austmann Hilmarsson (Leikni)

Róbert Hauksson (Leikni)

Dómari : Einar Ingi Jóhannsson – 6.

Áhorfendur : 656.

KR – FH 2:3

0:1 Kjartan Henry Finnbogason 7.

0:2 Kjartan Henry Finnbogason 33.

1:2 Kristinn Freyr Sigurðsson 36.

1:3 Sjálfsmark 55.

2:3 Logi Hrafn Róbertsson 88.

M

Baldur Logi Guðlaugsson (FH)

Finnur Orri Margeirsson (FH)

Guðmundur Kristjánsson (FH)

Matthías Vilhjálmsson (FH)

Grétar Snær Gunnarsson (KR)

Hallur Hansson (KR)

Kennie Chopart (KR)

Kjartan Henry Finnbogason (KR)

Theodór Elmar Bjarnason (KR)

Dómari : Sigurður H. Þrastarson – 8.

Áhorfendur : 1.328.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.