Manuela Ósk Harðardóttir er ótrúlega peppuð fyrir sumrinu að eigin sögn en hún ræddi um sumarið í Helgarútgáfunni og um það hversu gott henni þætti að skipuleggja sig ekki of mikið.

Manuela Ósk Harðardóttir er ótrúlega peppuð fyrir sumrinu að eigin sögn en hún ræddi um sumarið í Helgarútgáfunni og um það hversu gott henni þætti að skipuleggja sig ekki of mikið.

„Ég er líka bara þannig að ég skipulegg ekki alltaf hlutina með miklum fyrirvara. Það er ekki minn stíll. Það er alltaf svo gaman að taka skyndiákvarðanir,“ sagði Manuela sem ætlar líklegast að njóta Íslands í sumar. „Svo þegar það er búið að rigna óþarflega lengi, þá hugsar maður: Jæja, nú fer ég að panta mér ferð eitthvað.“

Hlustaðu á viðtalið við Manuelu á K100.is.