Það blasir við að margir flokkar þurfi að staldra smá eftir að Framsókn hefur í tvennum kosningum blásið út eins og gorkúla í rigningu. Til þess hljóta hinir flokkarnir að hafa gert eitthvað vitlaust.

Það blasir við að margir flokkar þurfi að staldra smá eftir að Framsókn hefur í tvennum kosningum blásið út eins og gorkúla í rigningu.

Til þess hljóta hinir flokkarnir að hafa gert eitthvað vitlaust. Að vísu eru Miðflokksmenn að skila sér til baka en margir þeirra höfðu áður verið í Sjálfstæðisflokknum, sem nú iðkar harða frjálshyggju sem ekki hugnast hófsömum. Framsókn græðir á því.

Samfylkingin boðar jafnaðarstefnu en er frekar flokkur tæknikrata og hámiðjustétta sem eiga lítið ótalað við verkafólk. Framsókn græðir á því.

Að Samfó sækja frá vinstri Píratar (sem hvergi hafa náð fótfestu nema á Íslandi) og hafa hljómgrunn hjá ungu fólki í uppreisn. Það sundrar vinstrinu og Framsókn græðir á því. En að þessum staðreyndum sögðum er klárt að flokkarnir, fyrir utan Framsókn, þurfa að hugsa upp á nýtt. Fólk vill ekki stjórnmálaöfgar, hvorki til vinstri né hægri, en mannlegt velferðarkerfi aðalbanka undir stjórn ríkisins og frjálst atvinnulíf með aðhaldi þó.

Sunnlendingur