Karl Olgeirsson
Karl Olgeirsson
Hertoginn, tríó skipað þeim Snorra Sigurðarsyni á trompet, Karli Olgeirssyni á píanó og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, leikur á fyrstu sumardjasstónleikunum í Salnum í ár, sem hefjast kl. 17 í dag.

Hertoginn, tríó skipað þeim Snorra Sigurðarsyni á trompet, Karli Olgeirssyni á píanó og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, leikur á fyrstu sumardjasstónleikunum í Salnum í ár, sem hefjast kl. 17 í dag. Efnisskráin er tileinkuð Duke Ellington, eða „The Duke, eins og hann var gjarnan nefndur,“ líkt og segir í kynningu. Þar kemur fram að meðal laga sem heyrist í dag séu „Mood Indigo“, „Prelude to a Kiss“, „Cotton Tail“, „C-Jam Blues“, „Don´t get around much anymore“ og „Satin Doll“. Tónleikarnir, sem taka eina klukkustund, eru í boði Salarins og Lista- og menningarráðs Kópavogs og er aðgangur ókeypis.Tónleikaröðin verður alla fimmtudaga í júní kl. 17.