Heiðursgestur Eliza Reid ritar í Gullnu bókina, og varaborgarstjóri Heidelberg fylgist grannt með, hún Stefanie Jansen.
Heiðursgestur Eliza Reid ritar í Gullnu bókina, og varaborgarstjóri Heidelberg fylgist grannt með, hún Stefanie Jansen. — Ljósmynd/Forseti.is
Eliza Reid forsetafrú er þessa dagana heiðursgestur Heidelberg í Þýskalandi, bókmenntaborgar UNESCO, í tilefni af hinni árlegu bókmenntahátíð Heidelberger Literaturtage. Setti Eliza hátíðina síðdegis í gær.

Eliza Reid forsetafrú er þessa dagana heiðursgestur Heidelberg í Þýskalandi, bókmenntaborgar UNESCO, í tilefni af hinni árlegu bókmenntahátíð Heidelberger Literaturtage. Setti Eliza hátíðina síðdegis í gær.

Borgarstjóri og varaborgarstjóri Heidelberg buðu Elizu velkomna til borgarinnar með sérstakri athöfn þar sem henni var boðið að rita nafn sitt í hina Gullnu bók borgarinnar, að því er fram kemur á vef forsetaembættisins.

Meðal annarra heiðursgesta borgarinnar, sem ritað hafa nafn sitt í bókina, má nefna Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju af Cambridge, Silvíu Svíþjóðardrottningu og Mario Vargas Llosa rithöfund.

„Hver síða er skrautskrifuð og myndskreytt sérstaklega með vísan í uppruna þess sem þar ritar nafn sitt og á síðu forsetafrúar mátti sjá handmálaða mynd af holtasóley, þjóðarblómi Íslendinga,“ segir á vef forseta um heimsóknina.