Fyrirliðar Ásta Eir Árnadóttir og Sesselja Líf Valgeirsdóttir í baráttunni í Mosfellsbænum í gærkvöld þar sem Blikar skoruðu sex mörk.
Fyrirliðar Ásta Eir Árnadóttir og Sesselja Líf Valgeirsdóttir í baráttunni í Mosfellsbænum í gærkvöld þar sem Blikar skoruðu sex mörk. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan er komin í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir góðan útisigur á Þrótturum í Laugardal, 1:0, í gærkvöld.

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Stjarnan er komin í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir góðan útisigur á Þrótturum í Laugardal, 1:0, í gærkvöld.

Mikið var í húfi hjá báðum liðum því Þróttarar hefðu með sigri komist á topp deildarinnar í fyrsta skipti í sögunni.

Nú eru hinsvegar Valskonur áfram á toppnum og geta aukið forskot sitt í dag þegar þær taka á móti ÍBV.

Stjörnukonur hafa unnið þrjá leiki í röð og gáfu til kynna með þessum sigri að þær ætluðu sér að vera með í baráttunni í efri hlutanum.

* Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með laglegu skoti eftir góðan undirbúning Katrínar Ásbjörnsdóttur .

Sex mörk Breiðabliks

Breiðablik komst upp í efri hluta deildarinnar á nýjan leik eftir tvo ósigra í röð og vann Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, 6:1.

Afturelding tapaði í sjötta sinn í fyrstu sjö umferðunum og ljóst er að róður nýliðanna í deildinni ætlar að verða afar þungur.

* Taylor Ziemer og Birta Georgsdóttir komu Blikum í 2:0 á fyrstu 22 mínútum leiksins.

*Eftir að Hildur Karitas Gunnarsdóttir gerði leikinn spennandi í tvær mínútur skoruðu svo Natasha Anasi , hin úkraínska Anna Petryk , Alexandra Jóhannsdóttir og Clara Sigurðardóttir fyrir Blika. Alexandra skoraði þar sitt 30. mark í efstu deild hér á landi og Clara skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir Breiðablik.

* Sólveig Larsen úr Aftureldingu fékk rauða spjaldið í uppbótartíma leiksins fyrir mótmæli við dómara leiksins og verður í banni í næsta leik.

Fimm mörk á Akureyri

Þór/KA komst í sex stiga fjarlægð frá fallsætunum með því að sigra Keflavík 3:2 í fjörugum leik á Þórsvellinum á Akureyri.

Eftir óskabyrjun í deildinni hafa Keflavíkurkonur aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum.

* Hulda Ósk Jónsdóttir lagði upp tvö fyrstu mörkin fyrir Tiffany McCarty og Söndru Maríu Jessen . Tiffany lagði síðan upp þriðja mark Þórs/KA fyrir Margréti Árnadóttur en Akureyrarliðið komst í 2:0 og 3:1. Sandra, Tiffany og Margrét hafa skorað 12 af 13 mörkum Þórs/KA í deildinni.

* Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Caroline Van Slambrouck skoruðu mörk Keflavíkur, báðar með sitt fyrsta mark fyrir félagið. Caroline skoraði síðasta mark leiksins með miklum þrumufleyg af 25 metra færi.

*Síðasta leik gærkvöldsins milli Selfoss og KR var ólokið þegar blaðið fór í prentun en fjallað er um hann eins og hina leikina á síðunni Íslenski fótboltinn á íþróttavef mbl.is. Selfoss var yfir, 3:1, með mörk Miröndu Nild , Brennu Lovera og Barböru Sól Gísladóttur en Bergdís Fanney Einarsdóttir svaraði fyrir KR.

*Sjöundu umferðinni lýkur síðan í dag þegar Valur tekur á móti ÍBV á Hlíðarenda klukkan 17.

ÞÓR/KA – KEFLAVÍK 3:2

1:0 Tiffany McCarty 43.

2:0 Sandra María Jessen 53.

2:1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 64.

3:1 Margrét Árnadóttir 71.

3:2 Caroline Van Slambrouck 78.

M

Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)

Margrét Árnadóttir (Þór/KA)

Sandra María Jessen (Þór/KA)

Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Tiffany McCarty (Þór/KA)

Caroline Van Slambrouck (Keflavík)

Sigurrós Eir Guðmundsd. (Keflavík)

Ana Paula Santos Silva (Keflavík)

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Keflavík)

Dómari : Sigurður H. Þrastarson – 8.

Áhorfendur : 125.

AFTURELD. – BREIÐABL. 1:6

0:1 Taylor Ziemer 8.

0:2 Birta Georgsdóttir 22.

1:2 Hildur K. Gunnarsdóttir 55.

1:3 Natasha Anasi 57.

1:4 Anna Petryk 68.

1:5 Alexandra Jóhannsdóttir 72.

1:6 Clara Sigurðardóttir 88.

MM

Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)

Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breið.)

M

Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Aftureld.)

Hildur Karítas Gunnarsd. (Aftureld.)

Kristín Þóra Birgisdóttir (Aftureld.)

Natasha Anasi (Breiðabliki)

Taylor Ziemer (Breiðabliki)

Anna Petryk (Breiðabliki)

Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki)

Rautt spjald : Sólveig Larsen (Aftureldingu) 90.

Dómari : Atli Haukur Arnarsson – 8.

Áhorfendur : 310.

ÞRÓTTUR R. – STJARNAN 0:1

0:1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 45.

M

Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)

Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti)

Chanté Sandiford (Stjörnunni)

Ingibjörg Lúcia Ragnarsd. (Stjörn.)

Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjörn.)

Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)

Betsy Hassett (Stjörnunni)

Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni)

Dómari : Helgi Ólafsson – 8.

Áhorfendur : 278.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.