Obi-Wan Hann heitir sko Ben Kenobi, ekki Obi-Wan Kenobi.
Obi-Wan Hann heitir sko Ben Kenobi, ekki Obi-Wan Kenobi.
Litla Stjörnustríðshjartað mitt gladdist mjög í síðustu viku, en þá tók Disney+-streymisveitan til sýninga sjónvarpsþættina Obi-Wan Kenobi, sem fjalla um... tja, Obi-Wan Kenobi, jedi-meistara og eina af aðalsöguhetjum Stjörnustríðsmyndanna.

Litla Stjörnustríðshjartað mitt gladdist mjög í síðustu viku, en þá tók Disney+-streymisveitan til sýninga sjónvarpsþættina Obi-Wan Kenobi, sem fjalla um... tja, Obi-Wan Kenobi, jedi-meistara og eina af aðalsöguhetjum Stjörnustríðsmyndanna.

Þættirnir gerast mitt á milli „upphaflegu myndanna“ og „nýju myndanna“ sem George Lucas gerði um síðustu aldamót, en þá er Kenobi búinn að vera í felum í tíu ár eftir að hið illa keisaraveldi náði að kollvarpa lýðveldinu.

Útsendarar keisaraveldisins hafa verið að leita að Obi-Wan allan þennan áratug, en hann náði að snúa þá af sér með því að breyta nafninu sínu í... tja, Ben Kenobi. En hvað um það, Ben Kenobi, sem er að sjálfsögðu alls ekki sami maður og Obi-Wan Kenobi, glímir við áfallastreituröskun, enda kennir hann sjálfum sér um að lýðveldið féll. En þegar gamall vinur bankar upp á og lætur vita að krafta hans sé þörf, á Ben Kenobi erfitt með að segja nei.

Serían er nú hálfnuð og verð ég að segja að ég er alveg vandræðalega spenntur að sjá hver söguframvindan verður. Ewan McGregor kann greinilega vel við sig í kufli gamla jedi-meistarans. Þá bíður illmennið Svarthöfði handan við hornið, og þykir víst að hinir fornu fjendur eigi eftir að mætast.

Stefán Gunnar Sveinsson