Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Heildarverðmætin eru að aukast sjöunda árið í röð. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Heildarverðmætin eru að aukast sjöunda árið í röð. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Sala á tónlist með stafrænum hætti skilaði í fyrsta sinn yfir einum milljarði króna í tekjur á síðasta ári og jókst um 7,7% á milli ára. Í fyrra voru talin streymi hér á landi um 1,3 milljarðar. Mikill meirihluti, eða 95%, var frá áskrifendum Spotify. Það jafngildir því að hver og einn áskrifandi hafi streymt um 11.500 lögum. Sé tekið tillit til fjölskylduáskrifta er meðaltalið hjá notendum um 7.000 streymi árlega. „Í Norður-Evrópu er nokkuð algengt að 20-25% þjóðarinnar greiði fyrir aðgang að tónlistarstreymi en hér á landi eru það yfir 30%. Þetta er gríðarlega hátt og sjálfsagt heimsmet. Þetta er í það minnsta langtum hærra en í Svíþjóð sem er vagga Spotify,“ segir Eiður. 4